Icelandic | English

Þruska

Hvað er það? 

Þruska orsakast af skaðlausum sveppum sem lifa á mannshúðinni, í munninum, meltingarveginum og leggöngunum.

Stundum verða þessir sveppir svolítið ýktir, og byrja að vaxa meira en þeir eiga að gera.

Þegar þetta gerist geta þeir orsakað óþægindi fyrir bæði menn og konur á og við kynfærin.

Hvernig smitast það?

Þó að þú getir fengið þrusku án þess að stunda kynlíf án getnaðarvarnar, er það ein leiðin sem þruskan getur smitast eftir.

Hver eru einkennin?

Hjá sumum koma engin merki eða einkenni fram

Hjá konum:

· Útferð sem er þykk, líkist kotasælu og er gerjunarlykt af

· Kláði, sviði og roði umhverfis leggöng, kvensköp eða endaþarm

· Bólgin kvensköp

· Sársauki í kynlífi eða við þvaglát

Í karlmönnum:

· Kláði, sviði og óþægindi undir forhúð eða á enda getnaðarlims

· Roði eða rauðir blettir undir forhúð eða á enda getnaðarlims

· Vandamál við að toga forhúðina aftur

· Þunn eða þykk, ostkennd útferð undir forhúð

· Óþægindi við þvaglát

Hvernig get ég losnað við þetta?

Meðferð – sem betur fer – er nokkuð einföld.

Karlmönnum er venjulega gefið krem til að smyrja á liminn og sýkt svæði. Konum eru líka boðin krem og leghringir (möndlulaga plata sem er sett inn í leggöngin), sem er eins og að setja í sig tíðatappa.

Til að hjálpa til við að lina kláða og sviða, þvoðu þá kynfærin eingöngu með vatni og varastu að nota sápur eða fara í freyðiböð, þar sem það kann að erta sýkinguna. Mikilvægt er að báðir aðilar hljóti meðferð til að fyrirbyggja smit á ný.

Þruska þrífst best í hlýju og röku umhverfi. Svo ef þú hefur nýlega þjáðst af þrusku, passaðu þá að þú:

· Sért ekki í sokkabuxum eða nærbuxum sem eru ekki úr bómull

· Sért ekki í þröngum buxum, gammósíum úr lýcra-efni eða gallabuxum

· Notir ekki ilmsápur, úða fyrir kynfæri né lykteyðandi

· Forðist að nota fúkkalyf ef hægt er – spurðu lækninn þinn ráða ef þér eru boðin fúkkalyf

Til að minnka möguleikana á að fá sjúkdóminn – notaðu þá smokk!

Kynsjúkdómaval

Kynlífs-lífstíll

Getnaðarvörn

Hvað er rétt
fyrir þig?

Smelltu hér

 

Image of a young girl smiling

HKKV niðurstöður

Hve fullnægð
(ur) ertu?

Smelltu hér 

 

Couple kissing in long grass