Icelandic | English
Location:

Sýfilis (sárasótt)

Hvað er það? 

Sýfilis er örvera sem sýkir blóðið og aðra líkamsvessa. Ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður snemma getur ástandið orðið mjög alvarlegt.

Hvernig smitast það?

Í kynlífi án getnaðarvarna eða með því að deila kynlífstækjum með sýfilis-sjúkum eða með húðsnertingu við sýfilis-sár eða sýfilis-útbrot

Hver eru einkennin?

Sjúkdómurinn auðkennist af þremur stigum:

· Fyrsta stig – eitt eða fleiri sár venjulega nálægt eða á leggöngum, lim eða stundum á munni eða endaþarmi. Sárin koma í ljós tveimur eða þrem vikum eftir að komast í snertingu við sýfilis. Sárin vara í tvær til sex vikur og eru mjög smitandi.

· Annað stig – útbrot á líkamanum geta komið í ljós tveim til sex vikum eftir upphaflegt smit.

Einkenni eins og flensa, svo sem hiti, höfuðverkur og hálsbólga eru möguleg

Flatur, vörtulíkur vöxtur á kvensköpum og umhverfis endaþarm hjá báðum kynjum. Bæði stig 1 og 2 geta verið ómerkjanleg.

Ef þau eru ekki meðhöndluð:

· Þriðja stig – varanlegur hjartaskaði, heilaskaði og skaði á öðrum líffærum – sem kann að vera banvænn.

Síðasta stigið er frekar óalgengt og getur komið upp árum eftir fyrstu sýkingu þegar ekki hefur verið farið í meðferð.

Hvernig get ég losnað við þetta?

Fúkkalyf eru gefin til að fjarlægja smitið. Það er mikilvægt að báðir aðilar fái meðferð til að forðast endursmit. Frekari meðferð getur einnig verið nauðsynleg

Til að minnka möguleikana á að fá sjúkdóminn – notaðu þá smokk!

Kynsjúkdómaval

Durex Pleasuremax

För og punktar
á réttum
stöðum.

Sæla fyrir
báða aðila!

Smelltu hér

Pleasuremax

Treystu Durex

Við höfum næstum 80 ára gæðareynslu.

Smelltu hér

 

Durex World's No1 Logo