Icelandic | English

HIV - Human Immunodeficiency Virus

Hvað er það? 

HIV er veira sem ræðst á ónæmiskerfið (kerfi líkamans sem hefur það hlutverk að ráða við flestar sýkingar). Þegar HIV veiran kemst í ónæmiskerfið fer hún ekki þaðan aftur

Image of World Aids Ribbon

Hvernig smitast það?

Veiran þolir ekki lengi við fyrir utan líkamann og bregst illa við hita- og ljósbreytingum. 

Svo það er hægt að smita með því að skiptast á líkamsvessum eins og:

· Sæði eða vessum úr leggöngum við samfarir í leggöng, endaþarm eða munnmök án getnaðarvarna. Eða deila kynlífstækjum með HIV smituðum

· Blóði, með því að deila sprautum eða með því að fá gefið sýkt blóð

· Brjóstamjólk frá sýktri móður til barns. Sýkt móðir getur líka smitað barn á meðgöngunni eða við fæðingu

Það eru engar sannanir til fyrir því að veiran berist frá manni til manns við að deila klósettsetu, glasi eða máli, í sundlaug eða við kossaflens

Hver eru einkennin?                  

Eina leiðin til að finna út hvort þú sért HIV-jákvæð(ur) (með veiruna) er að fara í HIV-próf – venjulega tekur það veiruna þrjá eða fleiri mánuði að birtast í blóðrásinni frá sýkingu. Svo það að treysta á regluleg próf telst ekki öruggara kynlíf. Sumir geta borið veiruna í mörg ár og sýnst og fundist þeir vera mjög heilbrigðir, en geta samt smitað. Hjá öðrum koma einkennin fyrr fram

HIV veira ræðst á T-eitilfrumur í blóði. Þegar magn T-eitilfruma minnkar verulega, veikist ónæmiskerfið. Þá þróast sjúkdómurinn í eyðni / AIDS (acquired immunodeficiency syndrome).

Hvernig losna ég við þetta?

Þú getur það ekki! Það er engin lækning við HIV/AIDS til ennþá.

En það eru samt til lyf sem hægt er að gefa til að hægja á einkennum veirunnar – en þau losa mann ekki við sjúkdóminn.    

Til að minnka möguleikana á að fá sjúkdóminn – notaðu þá smokk!

STI Selector

Hnattræn könnun

Við könnum
Við hlustum

Við sköpum
nýjungar

Vita meira...

 

couple with closed eyes

Durex Fetherlite

Sérlega
fínlegur
smokkur
fyrir
aukna
tilfinningu

Smelltu hér

Fetherlite