Icelandic | English

Lekandi

Hvað er það? 

Lekandi orsakast af gerli sem elskar hlý, rök líkamssvæði eins og leggöng, legháls, þvagrás, endaþarm og háls.

Hvernig smitast hann?

Með því að stunda samfarir í leggöng, endaþarm eða munnmök án smokks. Eða með því að deila kynlífstækjum ef þau eru ekki hreinsuð eða smokkur settur á við hverja notkun.

Hver eru einkennin?

Hjá konum:

· Óvenjuleg útferð sem kann að vera þunn eða vatnskennd, gul eða grænleit

· Sársauki við þvaglát

 · Sýking í endaþarmi eða augum

· Sýking í hálsi – svo þú veist kannski ekki að þú sért með hann!

· Verkir neðst í maganum eða viðkvæmni

· Blæðingar milli tíða eða meira blóð við tíðir

Hjá karlmönnum:

· Hvít, græn eða gul útferð úr getnaðarlim sem getur sett blett á nærbuxur

· Sársauki við þvaglát

· Sýking í endaþarmi eða augum

· Sýking í hálsi – svo þú veist kannski ekki að þú sért með hann!

· Sársauki eða viðkvæmni í eistum

· Stundum bólgur í forhúð

Hvernig losna ég við hann?

Kynsjúkdómadeildin framkvæmir nokkur sársaukalaus próf og veitir meðferð. Ef lekandinn uppgötvast fljótt er hann læknaður með fúkkalyfjum. Báðir aðilar þurfa meðferð til að forðast endursmit. 

Til að minnka möguleikana á að fá sjúkdóminn – notaðu þá smokk!

Kynsjúkdómaval

Durex Fetherlite

Sérlega
fínlegur
smokkur
fyrir
aukna
tilfinningu

Smelltu hér

Fetherlite

Treystu Durex

Við höfum næstum 80 ára gæðareynslu.

Smelltu hér

 

Durex World's No1 Logo