Icelandic | English
Location:

Hér er yfirlýsing um persónuleynd, vinsamlegast lesið vandlega…

Þegar þú notar Durex vefinn getur verið að þú sért beðin(n) um að gefa upp persónuupplýsingar, eins og nafn, póstfang, netfang, símanúmer og aðrar persónulegar upplýsingar. SSL International plc, eigandi Durex merkisins, mun tryggja persónuleynd og öryggi þessara upplýsinga. SSL International plc safnar og varðveitir persónulegar upplýsingar einungis ef nauðsynlegt er að svara fyrirspurnum, að bæta vefinn, útvega notendum upplýsingar sem leitast hefur verið eftir um vörur SSL International plc, og til að veita notendum upplýsingar sem þeir kunna að hafa áhuga á.

SSL International plc áskilur sér rétt til að nota aðra aðila sem hafa til þess fengin leyfi, og geta verið staðsettir utan Bretlandseyja, til að safna, rekja og vinna úr upplýsingum frá notendum.

SSL International plc mun ekki selja né láta í té ótengdu fyrirtæki, stofnun né einstaklingi persónuupplýsingar án leyfis. Það er möguleiki að persónugögn verði flutt til úrvinnslu til notkunar í öðrum löndum og heimshlutum.

SSL International plc kann öðru hvoru að biðja um upplýsingar fyrir markaðskannanir. Slíkar upplýsingar eru ætíð valfrjálsar og eins og með aðrar persónuupplýsingar verður þeim ekki deilt með neinum utanaðkomandi aðila án þíns leyfis.

SSL International plc kann að nota netfangið þitt til að senda þér tilkynningar um sérstaka afslætti eða uppákomur. Netfangi þínu verður ekki deilt með neinni utanaðkomandi stofnun án þíns leyfis.

SSL International plc ábyrgist hvorki né styður innihald eða tilkynningar um persónuleynd sem á við um aðra vefi sem tenglar eru á af þessum vef.

Ef þú hefur látið SSL International plc í té persónuupplýsingar á rafrænan máta og vilt að þær séu fjarlægðar eða þeim breytt, vinsamlegast hafðu samband við:

SSL International plc, 1 Old Park Lane, Trafford Quays, Manchester, M41 7HA, Bretland.

Við munum sýna hæfilega viðleitni til að verða við bón þinni.

Síðast uppfært 28. febrúar 2007