Icelandic | English

Sérfræðingurinn okkar: Dr. Kevan Wylie

Dr Kevan Wylie  

Dr. Wylie starfar í Bretlandi sem ráðgjafi í sálrænum meðferðum fyrir sambönd og kynlíf, varðandi kynheilsu og andrólogíu (sá armur læknisfræðinnar sem snýr að virkni og sjúkdómum sem á aðeins við um karlmenn).

Hann er núverandi stjórnarformaður the British Society of Psychosomatic Obstetrics, Gynaecology and Andrology (BSPOGA) og forseti kynferðissviðs og kynheilsusviðs the Royal Society of Medicine (RSM). Dr. Wylie situr í fjölmörgum alþjóðanefndum og nefndum innanlands ásamt ýmsum ráðum, m.a. the European Society for Sexual Medicine (ESSM) og the World Association of Sexology.

Nýlega var hann valinn fyrsti breski aðalritari the European Federation of Sexology.

Frá 1999 til 2006 var dr. Wylie aðalritstjóri Sexual & Relationship Therapy, sem er í flokki fremstu alþjóðlegu tímarita um vandamál í kynferðissamböndum fyrir breiðan, þverfaglega hóp lesenda.

Hann heldur reglulega fyrirlestra fyrir heimilislækna, aðra lækna og skurðlækna, sálfræðinga og starfsfólk heilsugæslustöðva, og hefur ritað bæklinga og leiðbeiningar fyrir vefsíður og kennslutímarit um kynlífsvandamál. Okkur er það mikil ánægja að starfa með dr. Kevan Wylie, sjálfstætt starfandi sérfræðingi, sem er virtur á alþjóðavísu á sviði kynferðislegrar vellíðunar og kynheilsu.

Tillögur dr. Wylie voru afar gagnlegar til að tryggja að spurningarnar næðu yfir öll atriði er lúta að kynferðislegri vellíðan og að lykilupplýsingar, málefni og stefnur væru auðkenndar.

 
 
SWGS Logo

Spyrja Durex

Ertu með spurningu?

Þarftu svar?

Gerðu það hér

 

 
Image of a microphone

Í fararbroddi..

Við urðum ekki besta smokkamerkið á einni nóttu!

Við sköpum
og sköpum nýtt

 
Durex World's No.1 logo