Icelandic | English

Herpes

Hvað er það? 

Herpes er veirusýking sem ræðst á taugakerfið. Sýkingin er af sömu ætt og hlaupabóla, ristilbólga og einkirningasótt.

|

Kynfæraherpes er einátta herpesveira…tvenns konar veirur eru til. Tegund I orsakar oftar frunsur við munn og nef og tegund II orsakar venjulega frekar sár við kynfæri og endaþarm, sem geta líka flust í munn.

Herpes liggur í leyni í miðtaugakerfinu – tilbúið að brjótast fram þegar þú ert lasin(n) eða stressaður/stressuð.

Hvernig smitast það?

Kynfæraherpes getur smitast milli kynfæra og munns við:

· Munn-, legganga- eða endaþarmsmök með sýktum aðila þegar sjúkdómurinn herjar á hann

· Að snerta sýktan munn/lim/leggöng/endaþarm og snerta svo þinn eigin munn/kynfæri. Líka með því að deila kynlífstækjum

Hver eru einkennin?

Margir munu ekki finna fyrir neinum merkjum eða einkennum

Bæði kynin geta sýkst og kunna að finna fyrir einu eða fleirum af eftirfarandi einkennum:

· Sviða, kláða eða dofa hjá kynfærum eða endaþarmi

· Sársauka niður læri, leggi og klof; flensulíkum einkennum

· Litlum blöðrum með glærum vökva sem skilja eftir sig kvalafull, rauð sár ef þær springa – blöðrurnar kunna að felast í leggöngum, leghálsi eða endaþarmi

. Sársauka við þvaglát

Hvernig losna ég við þetta?

Þú getur það ekki! Ef þú færð veiruna er engin lækning til við henni.

En kynsjúkdómalæknir eða sérfræðingur getur skrifað upp á lyf sem hafa stjórn á blöðrunum þegar þær herja á.

Til að minnka möguleikana á að fá sjúkdóminn – notaðu þá smokk!!

Kynsjúkdómaval

Durex World's No1 Logo

Af hverju Durex?

Finndu út af hverju við erum nr. 1 í heiminum.

Smelltu hér

 

Image of a yellow condom