Icelandic | English
Location:

Ófrjósemisaðgerð á körlum og konum

 

Virkar þetta?

Þetta er varanleg getnaðarvarnaraðferð og er skurðaðgerð þar sem leiðararnir sem sæðið fer eftir í karlmanni og eggjaleiðararnir í kvenmanni eru klipptir eða bundnir.

Ófrjósemisaðgerð á körlum er allt að 100%** örugg. Ófrjósemisaðgerð á konum er líka allt að 100%*** örugg.

Bestu eiginleikar

·Truflar ekki kynlíf

·Er varanlegt

·Ófrjósemisaðgerð á körlum er fljótleg og einföld aðgerð sem minni líkur eru á að mistakist en á konum

Slæmir eiginleikar?

·Báðar aðgerðirnar eru varanlegar og ekki auðvelt að breyta þeim til baka

·Það getur tekið allt að tvo mánuði fyrir allar sáðfrumur að hverfa úr sæðinu, svo það þarf að nota auka getnaðarvörn þangað til staðfest er í sæðisprófi að allar sáðfrumur séu farnar.

·Leiðararnir geta gróið saman og frjósemi komið aftur (þetta er óalgengt)

·Veitir ekki vörn gegn kynsjúkdómum, m.a. HIV/AIDS

·Ófrjósemisaðgerð á konum krefst venjulega svæfingar, meðan á körlum nægir að staðdeyfa.

Hvar get ég komist að meiru?

Vegna þess að þetta er skurðaðgerð verður þjálfaður læknir eða hjúkrunarfræðingur að framkvæma hana. En heilsugæslustöðvar og heimilislæknar geta gefið frekari upplýsingar. 

Til frekari upplýsingar um allar þessar getnaðarvarnaraðferðir, vinsamlega athugið eftirfarandi tengla:

www.mariestopes.org.uk

www.fpa.org.uk

(Ofangreindar upplýsingar eru bara úrval góðra og slæmra eiginleika mismunandi getnaðarvarnaraðferða.)

** 1 af 2.000 aðgerðum getur mistekist

*** 1 af 200 aðgerðum getur mistekist

HEIMILDIR: www.mariestopes.org.uk og Durex Information Service bæklingar

Skoða annað

HKKV niðurstöður

Hve fullnægð(ur) ertu?

Viltu meira?

Smelltu hér 

 

Image of couple in bed

Durex um allan
heim

Hvað erum
við
að gera
til að
bæta
heiminn?

Vita meira... 

 

Couple holding hands